Útskrifað frá Framhaldsskólanum á Laugum í blíðuveðri

Um helgina voru 34 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson úskrifaðist með hæstu einkunn þetta árið með

Nýstúdentar. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson
Nýstúdentar. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson

Um helgina voru 34 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum. Það er tvöfalt fleiri en útskrifuðust frá skólanum fyrir tveimur árum og aldrei hafa svo margir útskrifast frá skólanum. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson úskrifaðist með hæstu einkunn þetta árið með einkunnina 9,35. Frá þessu er greint á 641.is

Við athöfnina hélt Sigurbjörn Árni Arngrímsson ræðu þar sem hann fór yfir það helsta sem gert var í leik og starfi á síðastliðnu skólaári. Þar kom ýmislegt fram enda stendur skólinn framarlega á margan hátt þegar kemur að félagslífi nemenda. Ræddi skólameistari um stórviðburðinn Tónkvísl sem haldinn er árlega af nemendum skólans og er fastur viðburður í sveitarfélaginu. 

Í ræðu sinni kom Sigurbjörn Árni inn á mikilvægi þess að nemendur geti stundað nám í heimabyggð og þess vegna sé skólinn með útibú á Þórshöfn og Vopnafirði. Þessi sérstaða skili sér jafnvel í þeim mikla og glæsilega hópi sem útskrifaðist um helgina.

640.is óskar nýstúdentum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744