Útgáfa starfsleyfis fyrir kísilmálmverksmiđju á Bakka

Umhverfisstofnun hefur gefiđ út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. Eins og kunnugt er hyggst fyrirtćkiđ hefja framleiđslu á hrákísli í nýbyggđri

Útgáfa starfsleyfis fyrir kísilmálmverksmiđju á Bakka
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 113 - Athugasemdir (0)

Hráefni er fariđ ađ berast til PCC BakkaSilicon.
Hráefni er fariđ ađ berast til PCC BakkaSilicon.

Umhverfisstofnun hefur gefiđ út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. Eins og kunnugt er hyggst fyrirtćkiđ hefja framleiđslu á hrákísli í nýbyggđri verksmiđju á iđnađarsvćđinu á Bakka í Norđurţingi.

Framleiddur verđur meira en 98,5 % hreinn kísill. Veitt er heimild til framleiđslu á allt ađ 66.000 tonnum á ári.

Frá ţessu segir á vef Umhverfisstofnunar.

Auglýsing á starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 20. júlí til 15. september 2017. Auglýst var í Lögbirtingablađi og í Skránni á Húsavík auk tilkynningar á heimasíđu Umhverfisstofnunar. Haldinn var kynningarfundur um tillöguna 7. september 2017 í sal Framsýnar, skrifstofu stéttarfélaganna ađ Garđarsbraut 26, Húsavík.

Ein umsögn barst um tillöguna frá Landvernd. Umhverfisstofnun ákvađ ađ bera einn liđ umsagnarinnar undir Skipulagsstofnun sem fjallađi um meinta annmarka á áliti hennar. Ţar var einkum fjallađ um sjónarmiđ samtakanna um ađ tilteknum atriđum hafi veriđ sleppt í mati á umhverfisáhrifum. Í meginatriđum var svar Skipulagsstofnunar ţess efnis ađ umfjöllun hennar hafi fariđ rétt fram samkvćmt lögum. Ţá var umsögnin frá Landvernd send til fyrirtćkisins sem ákvađ ađ svara henni sérstaklega fyrir sitt leyti. Viđbrögđ Umhverfisstofnunar viđ umsögninni koma hins vegar í heild fram í fylgiskjali 4 í starfsleyfinu.

Nokkur endurskođun fór fram á ákvćđum starfsleyfisins  eftir auglýsingu tillögu eins og oft er raunin í sambandi viđ starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Lagfćra ţurfti ákvćđi um úrgang og var ţar fallist á sjónarmiđ í umsögn Landverndar ađ ein tilvísun í tillögunni gaf til kynna ađ afar mikiđ magn (2.500 tonn á ári) myndi geta myndast af spilliefnum. Ţetta var galli á tillögunni sem hefur nú veriđ lagfćrđur. Umrćdd 2.500 tonn á ári fyrir úrgang voru einnig ákvörđuđ út frá sérstökum tilfellum sem gćtu komiđ upp ef ađ erfitt yrđi ađ selja aukaafurđir. Greinin er einkum hugsuđ til ađ skylda rekstrarađila til ađ leysa slík vandamál komi ţau upp, sem ekki er taliđ líklegt.

Međferđ málsins, einkum á síđustu stigum, tók verulegt miđ af innleiđingu Íslands á tilskipun 2010/75/ESB sem gerđ var međ breytingu á lögum um hollustuhćtti og mengunarvarnir. Ţar á međal voru kröfur um rykinnihald í útblćstri frá ofnum sem fram koma í skilgreiningu á bestu ađgengilegu tćkni (einnig nefnt BAT-niđurstöđur).  Mörk eiga ađ gilda viđ venjulegar rekstrarađstćđur en ekki liggur fyrir hvernig skilgreina skal venjulegar rekstrarađstćđur. Ţegar starfsleyfistillagan var auglýst var gert ráđ fyrir ađ skilgreina mćtti 20% af rekstrartíma utan venjulegra ađstćđna, en ţađ mat var endurskođađ viđ útgáfu. Ákveđiđ var ađ miđa viđ 5% af rekstrartíma. Umhverfisstofnun hefur skođađ hvernig umhverfisyfirvöld í Noregi og annars stađar í Evrópu bregđast viđ tilskipuninni en ekki ţarf ađ fylgja ţessum reglum eftir af fullum ţunga fyrr en eftir 30. júní 2020 en ţá lýkur ađlögunartíma.

Ítarlega er fjallađ um međhöndlun málsins í greinargerđ sem fylgir starfsleyfinu (Fylgiskjal 4) í sjálfu starfsleyfinu). Ţar er ítarlegar fjallađ um ţau atriđi sem nefnd eru hér ađ framan og nokkur fleiri sem skođuđ voru í ferlinu.

Starfsleyfiđ öđlast ţegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörđun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kćranleg til úrskurđarnefndar umhverfis- og auđlindamála.

Tengd skjöl


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744