Ungir Völsungar kepptu í blaki á Neskaupstað.

Um síðustu helgi var Íslandsmót í blaki fyrir 4. og 5. flokk sem og skemmtimót fyrir 6. flokk haldið á Neskaupstað.

Ungir Völsungar kepptu í blaki á Neskaupstað.
Íþróttir - - Lestrar 544

Blakarar framtíðarinnar hjá Völsungi.
Blakarar framtíðarinnar hjá Völsungi.

Um síðustu helgi var Íslandsmót í blaki fyrir 4. og 5. flokk sem og skemmtimót fyrir 6. flokk haldið á Neskaupstað.

Völsungur sendi fimm lið til leiks, samtals 22 keppendur og 10 manna fylgdarlið þjálfara og foreldra.

Á heimasíðu Völsungs segir að farið var á rútu og gist 2 nætur í Nesskóla. Dagurinn var tekinn snemma á laugardeginum og allir ræstir í morgunmat enda fjölmargir leikir á dagskrá.

"Í 4. flokki var Völsungur með eitt stúlknalið og eitt drengjalið en með drengjaliðinu léku einnig 2 strákar frá Vestra á Ísafirði. Þjálfari Vestra, Tihomir Paunovski frá Makedóníu tók virkan þátt ásamt Sladjönu að leiða strákana í gegnum leikina og var gaman fyrir ungu Völsunguna okkar að fá tilsögn frá þessum frábæra þjálfara þeirra Vestramanna.

Strákarnir stóðu sig vel og þess má geta að nokkrir þeirra hafa einungis æft blak í nokkrar vikur en sýndu engu að síður frábæra takta á vellinum sem skilaði liðnu 2. sæti á mótinu!

Stúlkurnar í 4. flokki voru ekki síður flottar og sigruðu alla leiki sína með yfirburðum. Þær léku líka tvo æfingaleiki við 3. flokk frá Neskaupsstað og voru það jafnir og spennandi leikir.

Í 5. flokki voru tvö lið, annað þeirra var blandað, strákur og stelpur, skipað leikmönnum sem hafa spilað saman í nokkur misseri og léku þau til úrslita á móti liði Þróttar Nes en töpuðu honum og enduðu því í öðru sæti. Hitt liðið í 5. flokki var skipað stelpum sem byrjuðu að æfa blak núna í haust og stóðu þær sig með mikilli prýði og sýndu framfarir í hverjum leik". Segir á heimasíðu Völsungs. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744