Undirskriftasöfnun um bætta verslunarhætti á Húsavík

Í morgun hófst á Húsavík og nágrannasveitum undirskriftasöfnun um bætta verslunarhætti á Húsavík.

Undirskriftasöfnun um bætta verslunarhætti á Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 1518

Í morgun hófst á Húsavík og nágrannasveitum undirskriftasöfnun um bætta verslunarhætti á Húsavík.

Í tilkynningu segir að undirskriftalistar liggji nú frammi í verslunum og á vinnustöðum þar sem skorað er á íbúa að taka þátt.

Áskorunin hljómar þannig:

Við undirrituð, íbúar á Húsavík og nágrenni, skorum á forsvarsmenn Bónus og Krónunnar að opna verslun í bænum. Við búum nú við samkeppnislausan matvörumarkað og því mikil þörf fyrir nýjan aðila inn á svæðið sem hefur metnað og burði til að veita góða og faglega þjónustu.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744