Umhverfisstofnun hefur gefiđ út losunarleyfi fyrir PCC

Umhverfisstofnun hefur gefiđ út losunarleyfi vegna gróđurhúsalofttegunda fyrir PCC BakkiSilicon hf.

Umhverfisstofnun hefur gefiđ út losunarleyfi fyrir PCC
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 148 - Athugasemdir (0)

Umhverfisstofnun hefur gefiđ út losunarleyfi vegna gróđurhúsa-lofttegunda fyrir PCC BakkiSilicon hf. 

Rekstraađila er veitt leyfi til los­un­ar á gróđur­húsaloft­teg­und­um vegna fram­leiđslu á hrákísli auk heim­ilda ađ sćkja um út­hlut­un á end­ur­gjalds­laus­um los­un­ar­heim­ild­um í sam­rćmi viđ I.viđauka laga nr.70/​2012 um lofts­lags­mál.

Ţetta kem­ur fram á vef Um­hverf­is­stof­un­ar.

Ţar segir ennfremur ađ losun gróđurhúsalofttegunda PCC BakkiSilicon hf. falli undir viđskiptakerfi Evrópusambandsins međ losunarheimildir (ETS) sem er samevrópskt kvótakerfi međ heimildir til losunar á gróđurhúsalofttegundum fyrir ákveđna iđnađarstarfsemi og flugstarfsemi. Ísland tekur ţátt í viđskiptakerfinu til ađ uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart loftslagssamningi Sameinuđu ţjóđanna. Innan viđskiptakerfisins er settur kvóti og unniđ ađ minnkun losunar frá iđnađarferlum. Markmiđ Evrópusambandsins ásamt Noregi og Íslandi er ađ draga úr losun gróđurhúsalofttegunda um 43% áriđ 2030 miđađ viđ losun áriđ 2005 hvađ varđar losun frá iđnađarferlum.

"Rekstrarađilum er falla undir viđskiptakerfi ESB međ losunarheimildir ber ađ hafa losunarleyfi, vakta losun frá starfstöđ sinni og skila árlega vottađri skýrslu um losun gróđurhúsalofttegund frá starfstöđinni.

Samhliđa útgáfu losunarleyfis hefur Umhverfisstofnun samţykkt vöktunaráćtlun PCC BakkiSilicon hf. ţar sem fram kemur hvernig losun gróđurhúsalofttegunda frá starfseminni skuli vöktuđ.

Losunarleyfiđ öđlast ţegar gildi og er ótímabundiđ, en skal vera endurskođađ af Umhverfisstofnun eigi sjaldnar en á fimm ára fresti og gerđar á ţví breytingar, ef ţörf er. Ákvörđun Umhverfisstofnunar um útgáfu losunarleyfis er kćranleg til úrskurđarnefndar umhverfis- og auđlindamála". Segir í tilkynningunni á vef Umhverfisstofnunar.

Ítarlega er fjallađ um međhöndlun málsins í greinargerđ sem fylgir losunarleyfinu.


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744