Tryggvi Snær Hlinason valinn í úrvalslið EM

Miðherjinn stóri og stæðilegi frá Svartárkoti, Tryggvi Snær Hlinason, var í gær valinn í fimm manna úrvalslið Evrópumóts undir 20 ára landsliða í

Tryggvi Snær Hlinason valinn í úrvalslið EM
Íþróttir - - Lestrar 541

Fimm manna úrvalslið mótsins. Mynd karfan.is
Fimm manna úrvalslið mótsins. Mynd karfan.is

Miðherjinn stóri og stæðilegi Tryggvi Snær Hlinason frá Svartárkoti, var í gær valinn í fimm manna úrvalslið Evrópumóts undir 20 ára landsliða í körfubolta sem fram fór í Grikklandi.

Tryggvi fór þar á kostum og skoraði að meðaltali 16 stig í þeim 8 leikjum sem íslenska liðið lék. Þá skilaði hann einnig 12 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 vörðum skotum. Þessi frábæra tölfræði gerði það að verkum að hann endaði mótið efstur af öllum leikmönnum á sviði framlagsstiga með 26 stig að meðaltali í leik. Ísland endaði í 8. sæti mótsins.

Tryggvi skrifaði í síðasta mánuði undir samining við spænska stórliðið Valencia og mun því leika með þeim á komandi tímabili í ACB deildinni. Valencia eru ríkjandi spánarmeistarar og þar mun Tryggvi reyna að brjóta sér leið inn í fyrnasterk lið meistaranna.

Síðasta vetur sló Tryggvi rækilega í gegn með liði Þórs í Dominos-deildinni og er nú orðinn hluti af A-landsliðshópi Íslands. (kaffid.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744