Torfunes hrossaræktarbú H.E.Þ. árið 2017

Í lok apríl var haldinn aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir árangur félagsmanna í hrossarækt á

Torfunes hrossaræktarbú H.E.Þ. árið 2017
Almennt - - Lestrar 120

Í lok apríl var haldinn aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir árangur félagsmanna í hrossarækt á seinasta ári.

Ákveðið deifð hefur verið í sumum aðildarfélögum og því hefur gengið illa að halda utan um félagatal.

Fyrir aðalfund voru fjögur hrossaræktarbú tilnefnd, en á aðalfundi bættust þrjú bú við. Hrossaræktarbúin sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna voru:

Garðshorn á Þelamörk, Gunnlaugur Atli Sigfússon á Akureyri, Laugasteinn í Svarfaðardal, Litli-Garður í Eyjafjarðarsveit, Ós í Hörgársveit, Torfunes í Þingeyjarsveit og Vignir Sigurólason á Húsavík.

Titilinn hrossaræktarbú H.E.Þ. árið 2017 hlaut Torfunes, en hrossarækt stendur þar á sterkum grunni og sýnd voru 9 hross frá Torfunesi á árinu með aðaleinkunn 8,20 auk þriggja hryssa sem hlutu heiðursverðlaun.

Lesa nánar á Hestafréttir.is þar sem einnig má sjá myndir af þeim sem viðurkenningar hlutu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744