Tómas Veigar Sigurðarson sigraði á Framsýnarmótinu í skák

Tómas Veigar Sigurðarson sigraði á Framsýnarmótinu í skák sem fram fór um helgina á Húsavík.

Verðlaunahafar á Framsýnarmótinu. Lj. H.A
Verðlaunahafar á Framsýnarmótinu. Lj. H.A

Tómas Veigar Sigurðarson sigraði á Framsýnarmótinu í skák sem fram fór um helgina á Húsavík.

Tómas endaði með 4,5 vinninga af 5 mögulegum og gerði aðeins eitt jafntefli, við nafna sinn, Smára Sigurðsson.

Smári endaði í 2. sæti með 3,5 vinninga og Sigurður Daníelsson náði þriðja sætinu á stigum.  

Hann fékk jafn marga vinninga og hinir ungu og efnilegu Kristján Ingi Smárason og Arnar Smári Signýjarson að ógleymdum Rúnari Ísleifssyni, sem er kannski ögn eldri en alveg jafn efnilegur eins og segir á heimasíðu skákfélagsins Hugins en þar má lesa meira um mótið.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744