Tók aðeins 15 mínútur að finna fyrsta hval ársins

Fyrsta hvalaskoðunarferð ársins á Skjálfanda var farin í gær þegar Bjössi Sör hélt út á flóann með tuttugu farþega um borð.

Bjössi Sör lætur úr höfn. Lj. Arngrímur Arnarson.
Bjössi Sör lætur úr höfn. Lj. Arngrímur Arnarson.

Fyrsta hvalaskoðunarferð ársins á Skjálfanda var farin í gær þegar Bjössi Sör hélt út á flóann með tuttugu farþega um borð. 

Í tilkynningu frá Norðursiglingu segir að það hafi verið blíðskapar-veður og falleg vetrarstilla á Húsavík og aðstæður hinar bestu til siglinga.

"Skemmst er frá því að segja að það voru eingöngu liðnar 15 mínútur af ferðinni þegar að áhöfnin kom auga á fyrsta hval vertíðarinnar! Þar var á ferðinni hinn hressasti hnúfubakur sem heldur betur gladdi farþega og áhöfn með nærveru sinni.

Hvalaskoðunarvertíðin á Húsavík hefst formlega þann 1. mars næstkomandi. Norðursigling tók forskot á sæluna í gær, en fyrirtækið siglir nokkrar sérferðir nú í febrúar.

Það er óhætt að segja að þessi fyrsta ferð sé aldeilis frábær byrjun á afmælisári Norðursiglingar en í sumar verða 25 ár liðin síðan fyrirtækið hóf hvalaskoðun á Skjálfanda" segir í tilkynningunni.

Ljósmynd - Aðsend

Bjössi Sör siglir út á Skjálfandann í fallegu vetrarveðri.

Ljósmynd Arngrímur Arnarson.

Ljósmynd - Aðsend

Það tók stuttan tíma að finna fyrsta hvalinn, eða aðeins 15 mínútur.

Ljósmynd Frédéric Gendron.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

 
 



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744