Til­kynnt um hvíta­björn á Mel­rakka­sléttu

Lög­regl­unni á Norður­landi eystra bár­ust um sjöleytið í kvöld upp­lýs­ing­ar um að síðdeg­is í dag hafi sést til hvíta­bjarn­ar nyrst á

Til­kynnt um hvíta­björn á Mel­rakka­sléttu
Almennt - - Lestrar 479

Þessi hvítabjörn var í Smugunni um árið.
Þessi hvítabjörn var í Smugunni um árið.

Lög­regl­unni á Norður­landi eystra bár­ust um sjöleytið í kvöld upp­lýs­ing­ar um að síðdeg­is í dag hafi sést til hvíta­bjarn­ar nyrst á Mel­rakka­sléttu eða suður af Hraun­hafn­ar­vatni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um af Face­book-síðu lög­regl­unn­ar er ekki búið að staðfesta að um bjarn­dýr sé að ræða en unnið er að frek­ari at­hug­un og mun þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar m.a. fljúgi þarna yfir.

„Hins­veg­ar er rétt að fólk á þess­um slóðum hafi þetta í huga og hringi strax í 112 ef það tel­ur sig sjá hvíta­björn, en reyni ekki að nálg­ast hann,“ kem­ur fram í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar á Face­book.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744