Þú skiptir máli
 - #hvertatkvæðitelur

Þessa vikuna er utankjörfundaratkvæðagreiðsla í gangi og við hvetjum íbúa til að nýta kosningaréttinn.

Þú skiptir máli
 - #hvertatkvæðitelur
Sveitarstjórnarkosningar 2018 - - Lestrar 272

Silja Jóhannesdóttir.
Silja Jóhannesdóttir.

Þessa vikuna er utankjörfundaratkvæðagreiðsla í gangi og við hvetjum íbúa til að nýta kosningaréttinn. 

Opnunartími á Húsavík hjá sýslumanni að Útgarði 1 er eftirfarandi og hægt er að kjósa hjá honum; Virka daga kl. 09.00-15:00
Laugardaginn 26. maí frá kl. 14:00-17:00

Einnig verður fulltrúi sýslumanns á austursvæðinu miðvikudaginn 23. maí. Hann verður á Kópaskeri á milli 10:00 og 11:00 og á Raufarhöfn á milli 12:00 og 13:00. 

Kosningarétturinn er ekki sjálfsagður og sagan segir okkur að hægt sé að glata honum. Því er afar mikilvægt að nýta þennan rétt í hverjum kosningum og velja bæði með hug og hjarta. 

Ég vitna í part úr vísu sem hún Jóna Björg í 15. sæti samdi á dögunum til að ítreka mikilvægið;

Baráttan oft erfið er.
Og vart hægt að segja hvernig fer.
En skal ég þér segja gamli refur,
að hvert einasta atkvæði telur!

Nei kjóstu heldur af sannfæringu.
Og leyfðu þér að treysta á bætingu.
Það geta allir gert betur,
í stað þess að bíða og sjá hvað setur.

Áfram Norðurþing!

Silja Jóhannesdóttir 1. sæti S- lista Samfylkingar og annars félagshyggjufólks


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744