Þjóðlistahátíðin Vaka fer fram um helgina

Þjóðlistahátíðin Vaka 2017 verður haldin í dagana 19.–21. maí í Þingeyjarsýslu og 23. – 27. maí á Akureyri.

Þjóðlistahátíðin Vaka fer fram um helgina
Fréttatilkynning - - Lestrar 550

Þjóðlistahátíðin Vaka 2017 verður haldin í dagana 19.–21. maí í Þingeyjarsýslu og 23. – 27. maí á Akureyri.

Í tilkynningu segir að einstakt tækifæri gefist til að kynnast hefðbundinni tónlist frá Skotlandi, Írlandi, Englandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Íslandi á hátíðinni.

Í boði verða keltnest og ensk þjóðlög, fjörug danslög, tvísöngur, ballöður og íslenskur kveðskapur. Tónlist leikin á langspil, fiðlur, sello, írskar flautur, írskar sekkjapípur, harmónikur, klarinett og hurdy-gurdy. Hljófæraleikur, söngur og dans frá morgni til kvölds. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni, á íslensku og ensku, ásamt upplýsingum um miðaverð má sjá á www.vakafolk.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744