Þingeyingur nóvember mánaðar - Ása Birna Ísfjörð

Þingeyingafélagið hefur valið Ásu Birnu Ísfjörð sem Þingeying nóvembermánaðar.

Ása Birna og fjölskylda.
Ása Birna og fjölskylda.

Þingeyingafélagið hefur valið Ásu Birnu Ísfjörð sem Þingeying nóvembermánaðar.

"Ég er dóttir Aðalsteins Ísfjörðs og Unnar Sigfúsdóttur. Föðurafi er Sigurpáll Ísfjörð og föðuramma er Hulda Símonardóttir. Pabbi mömmu heitir Sigfús Þór Baldvinsson og móðuramma Kristbjörg Haraldsdóttir þau bjuggu á Sandhólum a Tjörnesi. Ég er fædd 1984 a Hùsavík og ólst þar upp fram til 20 ára aldurs. Fyrstu árin bjuggum við á Baughól 19 og svo seinna a Garðarsbraut 45 ( Uppsölum ). Við erum 3 systkini og er ég er lang yngst. Bróðir minn heitir Sigurpáll Þór og systir mín heitir Linda Rós.

Ég flutti frá Húsavik 2004 suður til Reykjavikur þar sem ég ætlaði að hefja nám en það dróst aðeins á langinn og byrjaði ég ekki i því námi fyrr en 2009.

Ég starfa sem sjúkranuddari hja Kiropraktorstofu i Lillestrøm i Noregi. Ég er einnig menntaður tanntæknir. Ég kynntist manninum mínum Bjarna Gunnarssyni árið 2007 og eigum við saman 3 börn saman. Aðalsteinn Máni Ísfjörð fæddur 2008, Baldur Þór Ísfjörð fæddur 2013 og Ronja Líf Ísfjörð fædd 2016. Bjarni a svo eina dóttur sem er 22 ára og býr hún i Reykjavík.

Við fluttum til Noregs 2017 þar sem dóttir okkar Ronja Líf fæddist með sjaldgjæfan efnaskipta sjúkdóm sem kallast MMAb sem enginn með þann sjúkdóm á Íslandi og fannst læknum það vera besti kosturinn fyrir hana að flytja til Noregs þar sem starfa læknar sem eru sérmenntaðir í slíkum sjúkdómum og finnast samtals 9 börn með Ronju í Noregi með þennan sjúkdóm. Okkur hefur gengið vel að koma undir okkur fótunum hér i Noregi og Ronju hefur gengið vel i leikskóla og sjúkdómurinn hefur haldist ágætlega í skefjum fyrir utan 2 krísur og all nokkrar innlagnir a spítala. Fyrir um 3 vikum gerist það bara allt i einu að hún gat ekki haldið höfði og varð mjög veik og endaði á gjörgæslu i 5 daga og er enn i dag innlögð á barnadeild. Niðurstaðan var sú allra stærsta krísa sem hún hefur lent i og sú allra versta. Í MR skanna kom i ljós að orðið hafi skaði í Basal ganglia en hversu stór skaðinn hefur a hana verður tíminn að leiða i ljós. Þessi skaði hefur áhrif a hreyfigetu og mögulega tal. Svo núna er hún í sjúkraþjálfun 2 til 3 x á dag til að þjálfa upp kraft og þol. Einnig var hún með of mikið af mjólkursýrum bæði i höfði og mænuvökvanum en það er á niðurleið.

Hér er því bara tekinn 1 dagur i einu. Við vitum ekkert ennþá hvað hún verður lengi á spítala en hún er seig og svakalega þrjósk og hún ætlar sér héðan út og heim til bræðra sinna sem fyrst en hún á langt i land ennþá svo við erum að tala um nokkrar vikur i viðbót hér á spítalanum og svo tekur við allskonar þjálfun og nánast bara að byrja upp á nýtt með allt, labba og tala og þess háttar en við erum bjartsýn á að hún nái því upp fljótt og örugglega enda með þingeyskt blóð í sér sem fleytir henni ansi oft áfram i erfiðum aðstæðum. Við foreldrarnir höfum bæði verið frá vinnu og komu tengdaforeldrar mínir fljúgandi út til að hjálpa til heima með strákana svo við gætum verið sem mest bæði yfir henni.

Til að leggja fjölskyldunni lið, er tekið á móti frjálsum framlögum. Bankareikningur 0192-26-2104 • Kennitala 210284 3389


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744