Ţingeyingur júnímánađar - Hákon Hrafn Sigurđsson

Ţingeyingafélagiđ hóf í febrúar sl. ađ tilnefna Ţingeying mánađarsins og var meistarakokkurinn Bjarni Siguróli Jakobsson Ţingeyingur febrúarmánađar.

Ţingeyingur júnímánađar - Hákon Hrafn Sigurđsson
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 270

Hákon Hrafn Sigurđsson.
Hákon Hrafn Sigurđsson.

Ţingeyingafélagiđ hóf í febrúar sl. ađ tilnefna Ţingeying mánađarsins og var meistarakokkurinn Bjarni Siguróli Jakobsson Ţingeyingur febrúarmánađar.

640.is hefur fengiđ leyfi til ađ birta greinarnar sem birtast á Fésbókarsíđu Ţingeyingafélagsins og mun Ţingeyingur júnímánađar ríđa á vađiđ.

Ţingeyingur júnímánađar er Hákon Hrafn Sigurđsson.

Ég er fćddur á Húsavík, sonur Sigga Steina og Ruthar í bankanum, foreldrar mínir heita sem sagt Sigurđur Ađalsteinn Hákonarson og Ruth Snćdal Jónsdóttir. Hákon afi minn var frá Ísólfsstöđum á Tjörnesi en pabbi er sennilega elstur ţeirra sem fćđst hafa á Torginu. Mamma er hinsvegar straight outta Laugarnes í Reykjavík. 

Ég bjó fyrstu 20 árin í Holtagerđinu en var mikiđ á Torginu og er ţví smá Torgari líka. Ég fór suđur í Háskóla Íslands haustiđ 1994 sem átti ađ vera tímabundiđ og kom heim og vann á Húsavík sumariđ 1995 og 1996 en hef síđan búiđ í Reykjavík, Ţýskalandi og nú í Kópavogi sem er einskonar Húsavík höfuđborgarsvćđisins (ţó ţađ vanti rokkiđ sem var á Húsavík). Hugsunin var alltaf ađ flytja til baka eftir skóla og ég var m.a. međ fréttamiđilinn Víkin.is ásamt nokkrum meisturum áriđ 2000-2001 sem planiđ var ađ byggja upp og starfa viđ. Ţađ eru ţví 20-25 ár síđan ég flutti en samt finnst mér ég ennţá vera Ţingeyingur og Húsvíkingur. Ég kem yfirleitt 2-3 svar til Húsavíkur á hverju ári. Sumariđ 1995 vann ég í Örk Prenstofu og ţá komu ţangađ frumkvöđlar međ bćkling í prentun um hvalaskođun sem mörgum ţótti mikil bjartsýni. Ţađ má segja ađ bćrinn hafi veriđ í smá niđursveiflu á ţeim tíma sem hefur breyst gríđarlega. Ţađ er rosalega gaman ađ koma norđur og finna kraftinn í fólkinu og uppbygginguna sem ţar hefur orđiđ á síđustu árum. 

Hákon Hrafn og fjölskylda

Ég og Ţórhalla Gunnarsdóttir giftum okkur í Húsavíkurkirkju áriđ 1999 en viđ urđum kćrustupar í FSH áriđ 1993. Áriđ 2001 eignuđumst viđ tvíburana Karen Ruth og Hildi Ţóru og svo Kristínu Helgu áriđ 2004. Ţćr voru allar skírđar í Húsavíkurkirkju. Ég klárađi doktorsnám í lyfjafrćđi í Ţýskalandi áriđ 2006 og var fljótlega ráđinn sem dósent í Háskóla Íslands viđ Lyfjafrćđideild og síđar prófessor. Ég starfa einnig međ nokkrum sprotafyrirtćkjum í lyfjaţróun. Ég bćtti síđar viđ mig diplómanámi í kennslufrćđum.

Ég var mikiđ í íţróttum sem unglingur á Húsavík og byrjađi ađ hreyfa mig aftur skipulega fyrir ca 10 árum án ţess ţó ađ hafa alveg hćtt ađ hreyfa mig. Fyrst var ţađ ţannig ađ ég nýtti tćkifćriđ til ađ ćfa ţegar ég fór sem stelpurnar á ćfingu en síđan hefur ţetta orđiđ formlegra og síđustu ár hef ég hef ćft ţríţraut og hjólreiđar nokkuđ stíft og orđiđ Íslandsmeistari 20 sinnum frá árinu 2011 og var ţríţrautarmađur Íslands 6 ár í röđ. Ég stofnađi hjólreiđadeild Breiđabliks fyrir 2 árum og er ţar formađur og ţjáflari í deild međ um 150 félagsmenn. Sú deild var valin deild ársins á síđasta ađalfundi Breiđabliks. Ég er einnig yfirţjálfari hjá ţríţrautardeild Breiđabliks og hef sótt nokkur ţálfaranámskeiđ erlendis. Báđar ţessar deildir áttu nánast alla Íslandsmeistartitla sem voru í bođi í fyrra. Ég sit einnig í stjórn sunddeildar Breiđabliks svo ég hafi eitthvađ ađ gera.

 


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744