Ţingeyingur júlímánađar - Snćbjörn Ingi Ingólfsson

Ţingeyingafélagiđ hefur valiđ Snćbjörn Inga Ingólfsson Ţingeying júlímánađar.

Snćbjörn Ingi Ingólfsson.
Snćbjörn Ingi Ingólfsson.

Ţingeyingafélagiđ hefur valiđ Snćbjörn Inga Ingólfsson Ţingeying júlímánađar.

"Ég segi alltaf ađ ég sé ž Ţingeyingur eđa Mývetningur. Ég fćddist 7. apríl 1974 og er frá bćnum Helluvađi í Mývatnssveit ţar sem ég ólst upp. Pabbi minn heitir Ingólfur Ísfeld Jónasson frá Helluvađi, sonur hjónanna, Jónasar Sigurgeirssonar frá Helluvađi og Hólmfríđar Ísfeldsdóttur frá Kálfaströnd. Mamma mín heitir Anna Dóra Snćbjörnsdóttir, dóttir hjónanna Snćbjörns Inga Jónssonar og Ţórunnar Andrésdóttur Kjerúlf. En Snćbjörn afi minn var sonur Guđrúnar Jónsdóttir úr Reykjahlíđ. 

Ég er búinn ađ vera allt of lengi brottfluttur í raun og veru. Ţađ má segja ađ ég hafi veriđ alfluttur 1995, en ég fór í VMA 1990 og kom alltaf heim á sumrin ađ vinna og hjálpa til á búinu. Áriđ 1995 var fyrsta sumariđ sem ég kom ekki heim. Ég lćrđi húsasmíđi í VMA og klárađi raungreina stúdent í kjölfariđ. Ţá vann ég í smíđavinnu á Akureyri og leiddist ţađan í tölvubransann. 1998 fluttir ég svo til Reykjavíkur og fór ađ lćra tölvunarfrćđi viđ HÍ. Hef búiđ síđan ţá í Reykjavík. Sem eru nú orđin 22 ár. (allt of langt).

Ég er búinn ađ vinna í tölvubransanum í 25 ár. Í dag vinn ég sem viđskiptastjóri hjá Origo, er búinn ađ vera ţar í 16 ár og hef gengt hinum ýmsu störfum. Í starfi viđskiptastjóra sinni ég sölu, ráđgjöf og samskiptum til nokkurra af helstu viđskiptavinum Origo. Ţetta er virkilega krefjandi og skemmtilegt starf í lifandi og skemmtilegu fagi. Ţar sem alltaf er ađ koma eitthvađ nýtt á markađinn. Ég hef einnig veriđ ađ sinna einhverju kynningastarfi fyrir Origo ţar sem ég hef veriđ segja frá ţví sem er heitast á markađnum hverju sinni.
Ekki nóg međ ađ ég sé Ţingeyingur, heldur náđi ég mér í konu sem er hálfur Ţingeyingur líka. Hún heitir Ragnheiđur Valdimarsdóttir frá Dalvík. Pabbi hennar er Sigurđur Valdimar Bragason frá Landamótsseli í Kinn og mamma hennar er Rósa Ţorgilsdóttir frá Dalvík. Saman eigum viđ 3 börn, 25 ára dóttur og tvo syni, 16 og 12 ára. Ađ auki er dóttirin ađ gera okkur afa og ömmu síđar á árinu.

Ţađ er alltaf endurnćrandi ađ komast norđur í Fjalladrottninguna. Reyni ađ fara reglulega, helst í sauđburđ, smalamennsku og einhvern veiđiskap sérstaklega á haustin". Segir Snćbjörn Ingi Ingólfsson Ţingeyingur júlímánađar.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744