Taste Travia - Borðspil sem reynir á bragðlaukana

Íslendingur sem búsettur er í nágrenni Boston í Bandaríkunum hefur hannað nýtt borðspil sem nefnist Taste Travia og reynir m.a á bragðlaukana.

Taste Travia - Borðspil sem reynir á bragðlaukana
Almennt - - Lestrar 395

Íslendingur sem búsettur er í nágrenni Boston í Bandaríkunum hefur hannað nýtt borðspil sem nefnist Taste Travia og reynir m.a á bragðlaukana.

Eggert Ragnarsson heitir maðurinn og ólst upp á Húsavík til 13 ára aldurs auk þess sem hann kom til aftur og tók níunda bekkinn í Borgarhólsskóla. 

Þann vetur bjó hann hjá ömmu sinni og afa í Hliðskjálf auk þess sem hann dvaldi hjá þeim nokkur sumur. Hann er s.s barnabarn Friðriks Jónssonar og Unnar Sigurðardóttur frá Halldórsstöðum í Reykjadal.

Eggert stafar sem hönnunarstjóri hjá Tripadvisor og hefur unnið að gerð spilsins undanfarin ár samhliða vinnu sinni þar ásamt eiginkonu sinni Amöndu Tayahur. 

Spilið er einstakt að því leitinu til að það snýst bæði um hyggjuvit og þekkingu á mat og matartengdu efni og svo þurfa bragðlaukarnir einnig að vera í lagi.

Eggert sagði í samtali við 640.is að eftir að spilið var tilbúið hefði tekið nokkurn tíma að fá einkaleyfi sem og vörumerkið skráð.  Þegar einkaleyfið var komið í höfn var spilið sett á Kickstarter­síðu sem þau halda úti til að sjá fyr­ir­ fjár­mögnun á því. 

"Upphæðin sem við erum að safna er fyrir minnsta upplagi sem hægt er að panta fyrir þennan markað en við erum komin með tvær verslanir á Bostonsvæðinu sem vilja selja spilið og höfum bara fengið mjög góð viðbrögð". Sagði Eggert en hér má fræðast meira um spilið.

Eggert, Amanda og Leon

Eggert og Amanda, sem saman eiga soninn Leon, kynntust í Fórens á Ítalíu árið 2002 þar sem Eggert var í hönnunarnámi. Hann starfaði síðar sem kennari við sama skóla áður en þau fluttu til Boston fyrir sjö árum. 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744