Tap í síðasta leik sumarsins

Meistaraflokkur kvenna lék í gærkveldi sinn síðasta leik í Íslandsmótinu þetta sumarið þegar Tindastóll kom í heimsókn.

Tap í síðasta leik sumarsins
Íþróttir - - Lestrar 471

Meistaraflokkur kvenna lék í gærkveldi sinn síðasta leik í Íslandsmótinu þetta sumarið þegar Tindastóll kom í heimsókn.

Leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna og skoraði Hafrún Olgeirsdóttir mark Völsungs.

Tindastóll sigraði riðilinn og eru á leið í úrslitakeppnina en Völsungur endaði í neðsta sæti hans með þrjú stig.

Á fésbókarsíðu Græna hersins segir að oft hafi verið erfitt að manna liðið í sumar.

Í þessum síðasta leik komu nokkrar gamlar kempur til aðstoðar og var aldursmunur á elsta og yngsta leikmanni 29 ár. 

Særún Anna Brynjarsdóttir var valin maður leiksins og hlaut viðurkenningu frá Hárform.

Á meðfylgjandi mynd Græna hersins er Einar Örn Arnarson að afhenda Særúnu viðurkenninguna. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744