Tap fyrir Magna í Kjarnafæðismótinu

Völsungur lék sinn annan leik í Kjarnafæðismótinu í gærkveldi þegar strákarnir mættu Magna frá Grenivík í A-riðlinum.

Tap fyrir Magna í Kjarnafæðismótinu
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 207

Bjarki Baldvinsson skoraði í Boganum í gær.
Bjarki Baldvinsson skoraði í Boganum í gær.

Völsungur lék sinn annan leik í Kjarnafæðismótinu í gærkveldi þegar strákarnir mættu Magna frá Grenivík í A-riðlinum.

Magnamenn höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína gegn KA2 og Leikni F. og haldið hreinu í leikjunum tveimur.

Völsungur hafði hins vegar aðeins leikið einn leik þar sem þeir fengu skell gegn sterku liði KA-manna þar sem lokatölur voru 8-0. 

Hér má lesa umfjöllun Fótbolta.net um leikinn sem Magni vann 2-1.

 

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744