Sviðalappir eru herramannsmatur

“Sviðalappir eru herramannsmatur, bæði súrar og nýjar. Nýjar borða ég þær með rófustöppu ásamt flatbrauði með sméri og skola niður með ískaldri mjólk”

Sviðalappir eru herramannsmatur
Almennt - - Lestrar 811

Jónas og Óli svíða lambalappir.
Jónas og Óli svíða lambalappir.

“Sviðalappir eru herramannsmatur, bæði súrar og nýjar. Nýjar borða ég þær með rófustöppu ásamt flatbrauði með sméri og skola niður með ískaldri mjólk”.

Sagði Jónas Sævarsson við tíðindamann 640.is sl. sunnudag þar sem hann var að svíða kindalappir ásamt Ólafi Frey syni sínum.

"Annars dundum við feðgar aðallega við þetta okkur til gamans. Það er skemmtilegt að halda í hefðirnar en við svíðum oftast um 200 lappir. 

Þær gefum við síðan að mestu ættingjum og vinum, mömmu finnst þær td. góðar og Kidda systir er alveg brjáluð í þær". Sagði Jónas og hló um leið og hann dró upp neftóbaksdósina og bauð í nefið. 

Síðan héldu þeir feðgar áfram við að svíða.

Jónas og Óli að svíða lambalappir

Feðgar að svíða lappir.

Jónas og Óli að svíða lambalappir

Með því að smella á myndirnar má skoða þá feðga í stærri upplausn.





  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744