Sumarið er tíminn

Það getur verið vandasamt verkefni að skipuleggja sumarið fyrir fjölskylduna.

Sumarið er tíminn
Aðsent efni - - Lestrar 1013

Það getur verið vandasamt verkefni að skipuleggja sumarið fyrir fjölskylduna.  Börnin eru búin í skólanum áður en foreldrar eru komnir í sumarfrí, stundum fá foreldrar ekki sumarfrí á sama tíma og leikskólinn lokar í 4 vikur.

Á sumrin þykir okkur gott að þurfa ekki að vekja börnin á morgnana, við leyfum þeim að vaka lengur á kvöldin og almennt erum við sveigjanlegri með svefn og matartíma.  Það skiptir samt miklu máli að við göngum ekki of langt í þessum sveigjanleika og að við höldum einhvers konar rútínu þrátt fyrir sumarfrí og ferðalög. Áður en við vitum þurfum við að fara að vakna snemma aftur og þá getur verið erfitt að vinda ofan af losarabragnum sem einkennt hefur sumarið. Reynum að koma börnunum í háttinn á skikkanlegum tíma, vekja þau sæmilega snemma, borða á matmálstímum og halda að þeim hollum mat, hreyfingu og útiveru.  Ágætt er að hafa í huga eftirfarandi viðmið um hæfilegan svefntíma barna eftir aldri:

5 – 8 ára börn       u.þ.b. 10 – 12 klst.   á sólarhring
9 – 12 ára börn     u.þ.b. 10 – 11 klst.   á sólarhring
13 – 15 ára börn   u.þ.b.  9 – 10 klst.    á sólarhring

Að lokum langar okkur  til að hvetja foreldra til að skapa börnum sínum góðar minningar í sumar, eiga með þeim jákvæðar stundir og muna að við erum fyrirmyndir þeirra.  

Einnig er vert að minna á útivistarreglur barna:

Utivist

Félagsþjónusta Norðurþings.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744