Stuttmyndakvöld í Samkomuhúsinu

Stuttmyndakvöld með Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra og Húsvíkingi verður haldið í Samkomuhúsinu í kvöld kl. 20.

Stuttmyndakvöld í Samkomuhúsinu
Fréttatilkynning - - Lestrar 611

Elsa María Jakobsdóttir.
Elsa María Jakobsdóttir.
Stuttmyndakvöld með Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra og Húsvíkingi verður haldið í Samkomuhúsinu í kvöld kl. 20.

Elsa lauk námi frá leikstjórnardeild Den Danske Filmskole árið 2017. Atelier, útskriftarmynd Elsu frá skólanum verður sýnd í fyrsta skipti á Húsavík.

atela

Myndin hefur undanfarið ár verið sýnd á fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíða og hlaut nýverið Eddu verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin. 

Fjallað um stuttmyndir sem leið inn í kvikmyndagerð. Auk Atelier sýnir Elsa mynd sína Megaphone frá árinu 2013 og aðrar stuttmyndir sem eru í sérstöku uppáhaldi. Sýndar verðu myndir eftir Lukas Moodysson, Roy Anderson og Lynne Ramsey.

Það er frítt inn. Myndirnar sem sýndar verða eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. 

Stuttmyndakvöldið er haldið í samstarfi við Þekkinganet Þingeyinga og Flufélagið Ernir.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744