Steytti á skeri við Kaldbaksnef

Smábátur strandaði við Kaldbaksnef sunnan Húsavíkur á fimmta tímanum í dag.

Steytti á skeri við Kaldbaksnef
Almennt - - Lestrar 529

Smábáturinn steytti á skeri. Lj. Sædís Rán.
Smábáturinn steytti á skeri. Lj. Sædís Rán.

Smábátur strandaði við Kaldbaksnef sunnan Húsavíkur á fimmta tímanum í dag.

Einn maður var um borð og sakaði hann ekki. Báturinn er óskemmdur.
 
Rúv.is greinir frá þessu:
 

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð út vegna strandsins og fór þegar af stað á björgunarbátnum Jóni Kjartanssyni.

Þá bað Landhelgisgæslan nærstadda báta um að fara á staðinn.

Einn maður var um borð í smábátnum, en lítil hætta var talin á ferð, enda blíðuveður þegar þetta gerðist og spegilsléttur sjór. Talið er að bátinn hafi rekið upp á skerið.

Björgunarsveitarmenn drógu bátinn á flot og er hann óskemmdur að sögn félaga í Björgunarsveitinni Garðari. (ruv.is)

Á strandstað

Jón Kjartansson

 Ljósmyndir: Sædís Rán Ægisdóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744