Stelpurnar sigruðu á Álftanesi

Völsungur gerði góða ferð á Álftanesið í gær þegar stelpurnar lögðu heimastúlkur að velli í 2. deild kvenna.

Stelpurnar sigruðu á Álftanesi
Íþróttir - - Lestrar 520

Harpa skoraði tvö mörk gegn Álftanesi.
Harpa skoraði tvö mörk gegn Álftanesi.

Völsungur gerði góða ferð á Álftanesið í gær þegar stelpurnar lögðu heimastúlkur að velli í 2. deild kvenna.

Þetta var fyrsti leikurinn í deildinni þetta árið og um hörkuleik að ræða þar sem báðum liðum er spáð sæti ofarlega í deildinni. Álftanesi 2. sæti og Völsungum því fjórða.

Hulda Ösp Ágústsdóttir kom Völsungum á bragðið á 24. mínútu leiksins og tíu mínútum síðar hafði Marta Lovísa Sigmarsdóttir tvöfaldað forystuna.

Oddný Sigurbergsdóttir minnkaði muninn fyrir heimastúlkur skömmu síðar. En á markamínútunni, þeirri 43, skoraði Harpa Ásgeirsdóttir fyrirliði Völsungs og staðan því 3-1  þegar gengið var til hálfleiks á Bessastaðavelli.

Eftir 18 mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Harpa sitt annað mark og skömmu síðar minnkuðu Álftanesstúlkur muninn í 2-4. Þar var að verki Aþena Þöll Gunnarsdóttir.

Og þar við sat þangað til að á sjöttu mínútu uppbótartímans þegar Saga Kjærbech Finnbogadóttir minnkaði muninn í 3-4 og þannig lauk leiknum.

Frábær sigur hjá Völsungum í miklum markaleik.

Hér má sjá leikskýrslu

Smelltu hér til að sjá spána fyrir 2. deild kvenna í heild sinni. 



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744