Stelpurnar ósigraðar á toppnum - Tap hjá strákunum

Völsungur er á toppi 2. deildar kvenna eftir sigur á Sindra í gær.

Stelpurnar ósigraðar á toppnum - Tap hjá strákunum
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 271

Krista Eik Harðardóttir. Mynd úr safni.
Krista Eik Harðardóttir. Mynd úr safni.

Völsungur er á toppi 2. deildar kvenna eftir sigur á Sindra í gær.

Leikið var á Húsavíkurvelli og komust Völsungar yfir snemma í fyrri hálfleik með marki Elfu Mjallar Jónsdóttur.

Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði síðan forystuna með mark eftir rúmlega hálftímaleik. Gestirnir minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik með marki Alexandru Taberner Tomas.

Alexandra jafnaði síðan leikinn á 57. mínútu og rétt á eftir skoraði Krista Eik sitt annað mark og kom heimastúlkum yfir á nýjan leik.

Það reyndist sigurmark leiksins og eru stelpurnar ósigraðar eftir fimm umferðir.

Karlalið Völsungs mætti Leikni frá Fáskrúðsfirði fyrr um daginn og í stuttu máli sagt fóru gestirnir með sigur af hólmi með einu marki gegn engu.

 


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744