Stelpurnar komnar á toppinn

Völsungur tók á móti Álftanesi í 2. deild kvenna í dag og leikið var á Húsavíkurvelli.

Stelpurnar komnar á toppinn
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 243

Hulda Ösp skoraði tvennu. Mynd úr safni
Hulda Ösp skoraði tvennu. Mynd úr safni

Völsungur tók á móti Álftanesi í 2. deild kvenna í dag og leikið var á Húsavíkurvelli.

Sigrún Auður Sigurðardóttir skoraði á 22. mínútu og kom gestunum í 1-0 og þannig var staðan var hálfleik. 

Hulda Ösp Ágústsdóttir jafnaði snemma fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Hún bætti við öðru marki á 82. mínútu og reyndist það vera sigurmarkið í leiknum.

Völsungur hefur unnið alla sína þrjá leiki og er með níu stig á toppi 2. deildar. 


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744