Starfsfólk HSN Húsavík laus úr sóttkví

Enginn þeirra sem hugaði að ástralska ferðamanninum sem lést á Húsavík, smitaðist af kórónuveirunni.

Starfsfólk HSN Húsavík laus úr sóttkví
Almennt - - Lestrar 210

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.

Enginn þeirra sem hugaði að ástralska ferðamanninum sem lést á Húsavík, smitaðist af kórónuveirunni. 

Læknir segir alla hafa átt von á því að veikjast og það sé athyglisvert hversu mikilli vinnu sé hægt að sinna úr sóttkví.

Tuttugu og þrír einstaklingar, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík, slökkviliðsmenn og lögreglumenn hafa nú lokið tveggja vikna sóttkví eftir að ástralskur ferðamaður lést af völdum COVID-19 á Húsavík.

Enginn smitaðist af veirunni og geta því allir snúið til síns heima. Þetta staðfestir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN sem segir í raun einstaka gæfu að enginn hafi smitast. Allir séu ofsalega kátir með að þetta hafi sloppið eins og þetta hafi verið erfitt og leiðinlegt atvik. 

RÚV greindi frá þessu í dag og hér má lesa alla fréttina


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744