Sóttu slasaðan vélsleðamann á Reykjaheiði

Björg­un­ar­sveitin Garðar á Húsa­vík var kölluð út eft­ir há­degi í dag vegna vélsleðamanns sem féll af sleða sín­um og slasaðist ofan Hösk­ulds­vatns á

Sóttu slasaðan vélsleðamann á Reykjaheiði
Almennt - - Lestrar 344

Björg­un­ar­sveitin Garðar á Húsa­vík var kölluð út eft­ir há­degi í dag vegna vélsleðamanns sem féll af sleða sín­um og slasaðist ofan Hösk­ulds­vatns á Reykja­heiði.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að björg­un­ar­sveita­menn hafi hlúð að vélsleðamann­in­um á slysstað og búið síðan um hann í snjótroðara frá skíðasvæði Hús­vík­inga sem feng­inn var á vett­vang. Snjótroðar­inn ók síðan með þann slasaða til móts við sjúkra­bíl sem flutti hann á sjúkra­hús.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744