Sölkusiglingar bæta við sig bát í hvalaskoðunina

Sölkusiglingar ehf. á Húsavík festu kaup á 30 tonna eikarbát fyrr í haust og mun hann fá nafnið Salka.

Pétur afi í slippnum í Stykkishólmi.
Pétur afi í slippnum í Stykkishólmi.

Sölkusiglingar ehf. á Húsavík festu kaup á 30 tonna eikarbát fyrr í haust og mun hann fá nafnið Salka. Báturinn mun hefja siglingar með ferðamenn á Skjálfanda næsta vor.

Þeir Sölkumenn voru búnir að hafa augastað á bátnum, sem heitir Pétur afi, um tíma en hann hefur legið í reiðileysi við bryggju í Skipavík í Stykkishólmi undanfarin ár. Hann var smíðaður 1976 hjá Dröfn í Hafnarfirði.

“Við erum að bæta við okkur bát vegna þess að það voru allt of margar ferðir uppseldar hjá okkur í sumar. Vegna góðrar nýtingar og eftirspurnar í stuttu máli en við fáum margar fyrirspurnir um hvalaskoðunarferðir og mat á Sölku sem við þurfum að mæta". Segir Börkur Emilsson hjá Sölkusiglingum sem fyrir gerir út hvalaskoðunarbátinn Fanney.

"Við tókum bátinn í slipp í Skipavík í Stykkishólmi og komum til með að gera hann upp þar í vetur. Ætlunin var að  gera sjóklárann og sigla honum að því loknu til Húsavíkur til viðgerðar en síðan var okkur boðið að gera við hann inni í Skipavík sem við og þáðum.

Þú getur svo skrifað að þetta verði líklega flottasti bátur á Húsavík þegar kokkurinn verður búinn að græja hann". Sagði Börkur skellihlæjandi í lok samtals við vefstjóra.

Pétur afi

Pétur afi kominn upp í slipp í Skipavík. Ljósmyndir Börkur Emilsson.

Pétur afi í slipp

Skrokkur Péturs afa er betri en reiknað var með að sögn Barkar.

Pétur afi kominn inn

Pétur afi mun fá nafnið Salka og verða tilbúinn í byrjun maí 2017. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744