Snjólfur reyndist vel í fyrsta útkallinu

Fyrir skömmu festi Björgunarsveitin Garðar kaup á sínum fyrsta snjóbíl og fór hann strax í verkefni um helgina.

Snjólfur reyndist vel í fyrsta útkallinu
Almennt - - Lestrar 495

Fyrir skömmu festi Björgunar-sveitin Garðar kaup á sínum fyrsta snjóbíl og fór hann strax í verkefni um helgina.

Í tilkynningu segir að það hafi lengi verið draumur manna innan sveitarinar að eignast slíkt tæki enda ljóst að hann myndi nýtast henni vel.

Að undanförnu hefur hefur verið unnið dag sem nótt til að koma honum í það stand sem hann þarf  til að vera klár sem útkallstæki.

Rafmagnið var tekið í gegn, sett í hann Tetrastöð, VHF talstöð. og GPS tæki. Þá var aukið við ljósabúnaðinn og bíllinn málaður og hann allur skveraður til.

Þessari vinnu lauk um nýliðna helgi og tólf tímum frá verklokum var hann kominn í verkefni á vegum sveitarinnar.

“Snjólfur sig vel í verkinu og vonumst við að hann muni reynast okkur vel í komandi verkefnum" segir í tilkynningu frá Björgunarsveitinni Garðari. Þess má geta að nafnið Snjólfur fylgdi frá fyrri eiganda bílsins.

Ljósmynd aðsend

Snjólfur kom að góðum notum í sínu fyrsta útkalli.

Ljósmyndir frá Björgunarsveitinni Garðari.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744