Snjóhaugurinn fær að standa

Fyrir nokkru sendu nokkrir nemendur í öðrum og þriðja bekk Borgarhólsskóla bréf til bæjaryfirvalda vegna þess að snjóskaflinn sem þeir leika sér í væri

Snjóhaugurinn fær að standa
Almennt - - Lestrar 401

Krakkar að leik í snjóhaugnum sem fær að standa.
Krakkar að leik í snjóhaugnum sem fær að standa.

Fyrir nokkru sendu nokkrir nemendur í öðrum og þriðja bekk Borgarhólsskóla bréf til bæjaryfirvalda vegna þess að snjóskaflinn sem þeir leika sér í væri reglulega tekinn.

Á heimasíðu Borgarhólsskóla segir að einn daginn hafi nemendur komið súrir inn úr frímínútum eftir að hafa horft upp á mennina frá bænum á gröfum taka leiktækið þeirra.

Þeir settust niður á lausnafundi í anda Jákvæðs aga og úr varð umrætt bréf.

Bréfið var tekið fyrir í framkvæmdanefnd sveitarfélagins þar sem eftirfarandi er bókað: Framkvæmdanefnd þakkar nemendum Borgarhólsskóla fyrir erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að tala við mennina sem taka snjóinn og segja þeim að hætta því svo krakkarnir geti leikið sér.

Nemendum hefur því borist formlegt erindi þar sem þetta er tilkynnt og ljóst að skaflinn mun standa.

Snjóhaugurinn fær að standa

Krakkar að leik í haugnum í gær, Öskudag.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744