Skúr boðinn upp til styrktar góðu málefni

Lítill skúr sem notaður hefur verið sem vaktskýli við Jarðböðin í Mývatnssveit var boðin upp á dögunum og rennur andvirði sölunnar til góðgerðarmála.

Skúr boðinn upp til styrktar góðu málefni
Almennt - - Lestrar 352

Skúrinn er á miðri mynd. Lj. jardbodin.is
Skúrinn er á miðri mynd. Lj. jardbodin.is

Lítill skúr sem notaður hefur verið sem vaktskýli við Jarðböðin í Mývatnssveit var boðin upp á dögunum og rennur andvirði sölunnar til góðgerðarmála.

Það var Vatnajökulsþjóðgarður sem átti hæsta boð í skúrinn og mun hann því verða fluttur í þjóðgarðinn þar sem hann mun gegna hlutverki varðskýlis. Skúrinn þurfti að fjarlægja úr Jarðböðunum vegna breytinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jarðböðunum í Mývatnssveit. Andvirði sölunnar rennur óskipt til Velferðasjóðar Þingeyinga og segir forsvarsmaður sjóðsins peninga koma sér vel þar sem gengið hefur á sjóðinn að undanförnu. (ruv.is)

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744