Skonnorturnar Opal og Hildur í vetrarslipp

Nú hafa skonnorturnar Opal og Hildur verið teknar í slipp á Húsavík, eftir góða sumarvertíð í Scoresbysundi á NA-Grænlandi.

Skonnorturnar Opal og Hildur í vetrarslipp
Almennt - - Lestrar 282

Ópal í Scoresbysundi. Lj. Eiríkur Guðmundsson.
Ópal í Scoresbysundi. Lj. Eiríkur Guðmundsson.

Nú hafa skonnorturnar Opal og Hildur verið teknar í slipp á Húsavík, eftir góða sumarvertíð í Scoresbysundi á NA-Grænlandi.

Á heimasíðu Norðursiglingar segir að Hildur fái hefðbundna vetraryfirhalningu með málningar- og lakkvinnu auk þess sem segl og vél verða yfirfarin.

Opal verður tekinn til töluverðra breytinga í vélarrúmi og skrúfu þar sem vélinni verður breytt í rafmagnsmótor með “regenerative hybrid propulsion” kerfi og rafgeymum. Með þessu getur Norðursigling boðið uppá hvalaskoðun án þess að jarðefnaeldsneyti sé notað – skipið verður eingöngu drifið áfram með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Rafgeymarnir verða hlaðnir þegar skipið er í höfn með rafmagni úr landi en þegar siglt er undir seglum hlaðast þeir með raforku sem verður til við snúning skrúfunnar, með vindorku eða ef nauðsyn krefur, með rafstöð um borð.

Lesa meira á heimasíðu Norðursiglingar

Skonnortur í slipp

Skonnortur í slipp.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744