Skógardagur Norđurlands í Kjarnaskógi á laugardag

Á Skógardegi Norđurlands sem haldinn verđur á laugardag í Kjarnaskógi verđur nýtt útivistar- og grillsvćđi á og viđ Birkivöll formlega tekiđ í notkun

Á Skógardegi Norđurlands sem  haldinn verđur á laugardag í Kjarnaskógi verđur nýtt útivistar- og grillsvćđi á og viđ Birkivöll formlega tekiđ í notkun

Eiríkur Björn Björg­vinsson bćjarstjóri ávarpar afmćlis­barniđ og skrifađ verđur undir samning um nýjan Yndisgarđ sem meiningin er ađ koma upp í skóginum međ úrvali skrautrunnateg­unda.

Frćđsla verđur um Yndisgarđinn í „fundar­sal“ sem útbúinn hefur veriđ undir greinum stórra grenitrjáa í skóginum. Guđríđur Gyđa Eyjólfsdóttir sveppafrćđingur sýnir ýmsar sveppategundir sem lifa í skóginum. Ólafur Oddsson frćđslufulltrúi Skógrćktarinnar, kennir réttu handbrögđin viđ tálgun og fólk fćr ađ prófa ađ tálga töfrasprota og fleira. Skátar kynna hátíđ sem fer fram á Hömrum um kvöldiđ og svo verđur auđvitađ ketilkaffi, lummur, popp, svaladrykkir, sveppasúpa, ratleikur, frćđsluganga um Birkivöll og nágrenni ásamt fleiru.

Kjarnaskógur er í fremstu röđ útivistarsvćđa í skógi á Íslandi og styrkir sig enn í ţeim sessi međ ţví sem komiđ hefur veriđ upp á Birkivelli undanfarin ár. Ţar eru fjórir fullbúnir strandblakvellir sem mikiđ eru notađir, völundarhús, snyrting­ar og bílastćđi, tvö borđtennisborđ, kirsuberjagarđur međ 70 rósakirsitrjám, ćvintýraskógur, fjöldi trjátegunda, uppblásinn ćrslabelgur, veriđ er ađ byggja upp smágolfvöll, hjólastólaróla er á Birkivelli og fjölbreytileg leiktćki önnur, áđurnefndur fundarsalur og auđvitađ grillhúsiđ nýja međ bćđi rafmagns­lögn­um og rennandi vatni.

Loks er vert ađ geta ţess ađ nú hefur veriđ útbúinn létthringur í Kjarnaskógi sem fćr verđur öllu fólki, háum sem lágum, ungum sem gömlum, gangandi eđa í hjólastól. Hringur ţessi liggur m.a. um hinn nýja Birkivöll.

Ađ Skógardegi Norđurlands standa Skógrćktarfélag Eyfirđinga, Skógrćktin, Félag skógarbćnda á Norđurlandi, Sólskógar og Akureyrarbćr. (skogur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744