Skipakomum til Húsavíkur hefur fækkað

Nú hefur Gaumur, Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi uppfært vísi 1.7 c., um samgöngur á sjó, flutninga- og skemmtiferðaskip, fyrir árið 2019.

Skipakomum til Húsavíkur hefur fækkað
Almennt - - Lestrar 285

Flutningaskip við Bökugarð í janúar 2019.
Flutningaskip við Bökugarð í janúar 2019.

Nú hefur Gaumur, Sjálfbærni-verkefnið á Norðausturlandi uppfært vísi 1.7 c., um samgöngur á sjó, flutninga- og skemmtiferða-skip, fyrir árið 2019.

Í tilkynningu segir að 65 flutningaskip hafi haft viðkomu í Húsavíkurhöfn á árinu 2019. Árið áður voru þau 64 en flest voru þau árið 2017 þegar 72 skip höfðu viðkomu í Húsavíkurhöfn. 

Farþegaskip sem höfðu viðkomu í Húsavíkurhöfn voru 29 á árinu 2019. Til samanburðar voru þau 41 árinu 2018 og höfðu þá aldrei verið fleiri.

Það er mjög athyglisvert að skoða þróun skipakoma á vöktunartíma Gaums. Á árunum 2011-2014 sem er tíminn áður  en uppbygging í tenslum við Þeistareykjavirkjun og PCC BakkiSilicon hófst höfðu einungis 3-4 flutningaskip viðkomu í Húsavíkurhöfn ár hvert og 2-7 skemmtilferðaskip.

Umsvif við Húsavíkurhöfn hafa því farið úr því að vera samtals fæst aðeins 5 flutninga- og skemmtiferðaskip á ári í að vera flest 105 skip eða 21 sinni fleiri en þegar fæst skip komu segir í tilkynningunni


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744