Skemmdir ekki taldar verulega í kísilverinu á Bakka

Eins og kom fram í fréttum í gćrkveldi tilkynnti PCC BakkiSilicon um eld í ofnhúsi verksmiđjunnar á Bakka til Neyđarlínu um kl. 20.

Skemmdir ekki taldar verulega í kísilverinu á Bakka
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 196 - Athugasemdir (0)

Viđ kísilver PCC BakkaSilicon á Bakka í gćrkveldi.
Viđ kísilver PCC BakkaSilicon á Bakka í gćrkveldi.

Eins og kom fram í fréttum í gćrkveldi tilkynnti PCC BakkiSilicon um eld í ofnhúsi verksmiđjunnar á Bakka til Neyđarlínu um kl. 20.

Í tilkynningu frá fyrirtćkinu segir ađ eldur hafi lćst sig í rafskautapalli sem er á efstu hćđ í ofnhúsinu. Pallurinn er úr timbri, en ţađ er til ađ skapa einangrun fyrir starfsmenn frá háspennu ţegar veriđ er ađ bćta viđ rafskautum.

Slökkviliđ brást skjótt viđ og var komiđ á vettvang innan skamms. Starfsmenn höfđu ţá gert sitt besta til ađ hefta eldinn međ slökkvitćkjum og duftvögnum sem eru í húsinu. Slökkviliđ hóf strax slökkvistörf samkvćmt viđbragđsáćtlun og var ofnhúsiđ rýmt.

Um miđnćtti hafđi tekist ađ slökkva eldinn og tók ţá lögregla viđ vettvangi af slökkviliđi. Nú er enn veriđ ađ rannsaka upptök eldsins en frumniđurstöđur benda til ţess ađ hann hafi byrjađ í einum af ofngeymum sem mata hráefni inn í ofninn og breiđst ţađan yfir í rafskautapallinn.

Skemmdir eru ekki taldar verulegar og mun fyrirtćkiđ einbeita sér ađ ţví ađ gangsetja hinn ofn verksmiđjunnar, Boga, og hefja framleiđslu aftur sem fyrst. Á međan verđur allt kapp lagt á ađ gera ofninn Birtu, rekstrarhćfan á međan. 

PCC BakkiSilicon

PCC BakkiSilicon

PCC BakkiSilicon

Í tilkynningunni ţakkar PCC BakkiSilicon kćrlega starfsmönnum, slökkviliđi og öđrum sem komu ađ björgunarađgerđum fyrir framúrskarandi viđbrögđ og elju viđ ađ ráđa niđurlögum eldisins.   


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744