Sjóböðin að komast upp úr jörðinni

Í gær var lokið við að steypa plötuna í byggingu Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða.

Sjóböðin að komast upp úr jörðinni
Almennt - - Lestrar 548

Steypuvinna í desemberblíðu.
Steypuvinna í desemberblíðu.

Í gær var lokið við að steypa plötuna í byggingu Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða.

Að sögn Ragnars Hermannssonar hjá Trésmiðjunni Rein hefur mikilvægum áfanga verið náð með þessu, þ.e.a.s komast upp úr jörðinni með verkið.

Einnig er búið að steypa fyrsta burðarvegg hússins.

Við tekur að steypa veggi mannvirkisins og mun byggingin fara að taka á sig mynd á næstu vikum. Ragnar segir að nú í framhaldinu sé mikilvægt að halda vel á spöðunum því verkið verði æ flóknara eftir því sem ofar dregur.

Bygging sjóbaðanna vekur eðlilega athygli margra en Ragnar vill taka það fram að lóðin er á framkvæmdasvæði og óþarfa umferð því afþökkuð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Steypuvinna við Sjóböðin

Steypuvinna við Sjóböðin

Steypuvinna við Sjóböðin

Steypuvinna við Sjóböðin

Steypuvinna við Sjóböðin

Sjóböðin

Sjóböðin á Húsavíkurhöfða. Lj. Basalt arkitektar.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744