Sjó­böðin á lista Time

Sjó­böðin á Húsa­vík (GeoSea) hafa ratað á ár­leg­an lista tíma­rits­ins Time Magaz­ine sem einn af 100 áhuga­verðustu stöðum í heim­in­um til að

Sjó­böðin á lista Time
Almennt - - Lestrar 245

Sjó­böðin á Húsa­vík (GeoSea) hafa ratað á ár­leg­an lista tíma­rits­ins Time Magaz­ine sem einn af 100 áhuga­verðustu stöðum í heim­in­um til að heim­sækja á ár­inu 2019.

Í um­sögn sinni um sjó­böðin seg­ir Time offjölg­un ferðamanna vera mikið vanda­mál á Íslandi. Sjó­böðin gefi gest­um hins veg­ar nægt and­rými og stór­kost­legt tæki­færi til að virða fyr­ir sér norður­ljós­in séu þau heim­sótt eft­ir myrk­ur.

Meðal annarra staða sem rötuðu á lista Time má nefna Hearst-kast­al­ann í Kali­forn­íu, Gorgongoza-þjóðgarðinn í Mósam­bík, Sam­ein­ing­ar­stytt­una í Gujarat á Indlandi og Ul­uru-þjóðgarðinn í Ástr­al­íu.

Sjó­böðin opnuðu á Húsa­vík­ur­höfða fyr­ir tæpu ári og segja for­svars­menn þeirra út­nefn­ing­una vera mikla viður­kenn­ingu fyr­ir sjó­böðin og lík­lega til að styrkja böðin enn frek­ar sem áhuga­verðan viðkomu­stað. mbl.is

 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744