Sjálfboðaliðar stinga skógarkerfil við Mývatn

Fyrsta hópátak sumarsins í upprætingu skógarkerfils við Mývatn var gert miðvikudaginn 5. júní.

Sjálfboðaliðar stinga skógarkerfil við Mývatn
Almennt - - Lestrar 282

Sjálfboðaliðarnir stinga skógarkerfil við Mývatn.
Sjálfboðaliðarnir stinga skógarkerfil við Mývatn.

Fyrsta hópátak sumarsins í upprætingu skógarkerfils við Mývatn var gert miðvikudaginn 5. júní.

Á heimasíðu Skútustaðahrepps segir að fimmtán nemendur á aldrinum 15-18 ára og þrír kennarar þeirra við Providence Day School, Charlotte, North Carolina hafi tekið til hendinni í slydduhríð og vindbelgingi.

Helmingur hópsins stakk upp á Geiteyjarströnd en helmingur á Arnarvatni. Krakkarnir voru duglegir og lögðu sig fram við verkið. Leiðbeinendur voru Daði Lange og Hjördís Finnbogadóttir og skýrðu þau frá átaksverkefninu sem í gangi er í sveitarfélaginu og snýst um að takmarka útbreiðslu ágengra tegunda, einkum skógarkerfils og lúpínu.

Bandarísku gestirnir voru áhugasamir um húsdýr Mývetninga, einkum hesta og lömb. Í lokin var þeim boðið að skoða skrautlömbin í Haganesi og þótti mikið til koma.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744