Sitji guðs englar - Aukasýning á föstudaginn langa

Sýningar Leikfélags Húsavíkur á leikritinu Sitji guðs englar, sem frumsýnt var þann 8. mars síðastliðinn, hafa gengið alveg glimrandi vel.

Sitji guðs englar
Sitji guðs englar

Sýningar Leikfélags Húsavíkur á leikritinu Sitji guðs englar, sem frumsýnt var þann 8. mars síðastliðinn, hafa gengið alveg glimrandi vel.

Nú þegar hafa verið sýndar 13 sýningar og má segja að það hafi verið uppselt á þær allar. Einnig er uppselt á allar sýningar í dymbilvikunni og því var ákveðið að hafa aukasýningu á föstudaginn langa klukkan 16:00. 

“Við hjá leikfélaginu erum afskaplega þakklát fyrir frábærar móttökur sem við höfum fengið frá áhorfendum.  Við erum einnig mjög stolt af öllum þeim sem að sýningunni standa og ungu leikarnir okkar eru að sýna frábæran leik. Það er ekki sjálfgefið að fá fólk til starfa í svona langan tíma en allir eru að gera sitt allra besta sýningu eftir sýningu.  Þessi hópur hóf æfingar í janúar og stemmingin er frábærlega góð í hópnum og allir tilbúnir að halda áfram.  Við munum sýna fram til 1. maí en þá pökkum við saman og förum í frí”.  Segir Auður Jónasdóttir formaður Leikfélags Húsavíkur en leikritið er eftir sögum Guðrúnar Helgadóttur í leikstjórn Margrétar Sverrisdóttur og Odds Bjarna Þorkelssonar.

.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744