Sigurjón vann sinn fyrsta happdrćttisvinning á tírćđisaldri

Sigurjón Jóhannesson sem verđur 93 ára 16. apríl n.k. keypti miđa á dögunum í happdrćtti meistaraflokka Völsungs.

Sigurjón ritar nafns sitt í afmćlisgestabók ÍFV.
Sigurjón ritar nafns sitt í afmćlisgestabók ÍFV.

Sigurjón Jóhannesson sem verđur 93 ára 16. apríl n.k. keypti miđa á dögunum í happdrćtti meistaraflokka Völsungs. 

Á heimasíđu Völsungs segir ađ hann hafi í áratugi veriđ duglegur ađ styđja ýmis félög međ happdrćttismiđakaupum og á annan hátt, ekki síst Völsung ţar sem hann greiđir enn félagsgjald. Og rennur ţar blóđiđ til skyldunnar ţar sem hann ţótti stórhćttulegur og eldsnöggur miđherji međ Völsungsliđinu um miđja síđustu öld.

Ekki átti ţessi aldna kempa von á vinningi í happdrćtti Völsungs ađ ţessu sinni frekar en áđur í slíkum, ţví kominn á tíunda áratuginn hafđi hann aldrei fengiđ happdrćttisvinning ţrátt fyrir regluleg miđakaup í áratugi. Hugsanlega er skýringin m.a. sú ađ hann hefur aldrei athugađ hvort hann hafi fengiđ vinning, enda tilgangurinn međ kaupunum ađ styrkja en ekki vinna.

Hann hafđi heldur engin áform um ađ kanna ţá stöđu nú í happdrćtti Völungs, en gestkomandi rakst á miđann hans á glámbekk og spurđi Sigurjón hvort hann ćtti ađ kanna hvort vinningur hefđi komiđ á miđann. Hann taldi ţađ algjöran óţarfa, hann hefđi aldrei unniđ neitt og fćri varla ađ taka upp á ţví á tírćđisaldri.

En lengi er von á einum og viti menn, Sigurjón fékk happdrćttisvinning! Og ţađ myndarlegan, sem sé ársmiđa á leiki KA á Akureyri ađ verđmćti 30 ţúsund.  Hann var hinsvegar ekki viss um ađ hann gćti nýtt sér vinninginn ađ fullu, bensín vćru jú nokkuđ dýrt og ţađ kostađi örugglega sitt ađ greiđa bílstjóra laun fyrir akstur milli Húsavík og Akureyrar ađra hverja helgi í sumar!


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744