Sigur í síðasta leik Kjarnafæðismótsins

Í dag áttust við Völsungur og Leiknir F í lokaleik A- deildar Kjarnafæðismótsins.

Sigur í síðasta leik Kjarnafæðismótsins
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 263

Ólafur Jóhann kom Völsungum á bragðið.
Ólafur Jóhann kom Völsungum á bragðið.

Í dag áttust við Völsungur og Leiknir F í lokaleik Kjarnafæðismótsins.

Leikið var í Boganum á Akureyri en bæði lið voru sigurlaus og með eitt stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar. 

Ólafur Jóhann Steingrímsson kom Húsvíkingum yfir í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Elvar Baldvinsson forystuna skömmu eftir leikhlé. 

Ásgeir Páll Magnússon hleypti lífi í leikinn undir lokin en Daníel Már Hreiðarsson gerði út um viðureignina í uppbótartíma. 

Völsungur endar því í 4. sæti A-deildar, með fjögur stig eftir fimm. (fotbolti.net) 


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744