Sigur í hörkuleik í Garðinum

Völsungar lögðu land undir fót og heimsóttu Víði í Garði í 2. deild karla í gær.

Sigur í hörkuleik í Garðinum
Íþróttir - - Lestrar 586

Victor Svensson kom Völsungum á bragðið.
Victor Svensson kom Völsungum á bragðið.

Völsungar lögðu land undir fót og heimsóttu Víði í Garði í 2. deild karla í gær.

Varnarmaðurinn öflugi Victor Svensson kom Völsungi yfir á 16. mínútu leiksins þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Guðmund Óli Steingrímsson tvöfaldaði forystu Völsungs með marki úr vítaspyrnu þegar hálftími var liðinn af leiknum. Markmaður Víðis braut þá á Elvari Baldvinssyni sem sloppinn var í gegn.

Natan Ward jafnaði fyrir heimamenn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og staðan því 1-2 í hálfleik.

Völsungur náði aftur tveggja marka forystu þegar tæpar tuttugi mínútur voru til leiksloka. Ólafur Jóhann Steingrímsson var nýkominn inn á  sem varamaður skipti boltanum glæsilega yfir á Ásgeir Kristjánsson sem lagðann inn fyrir á Bjarka Bladvinsson sem kláraði skemmtilega með að sippa yfir markmanninn. Snaggaralega gert hjá þeim félögum eins og sagði í lýsingu Græna hersins

Heimamenn skoruðu síðan úr vítaspyrnu í uppbótartíma og þar við sat.

Gríðarlega öflugur útisigur hjá Völsungum sem eru með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744