Sigur hjá stelpunum en tap hjá strákunum

Völsungsstelpurnar eru enn taplausar í 2. deildinni eftir sigur á Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni sl. fimmtudag.

Sigur hjá stelpunum en tap hjá strákunum
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 187

Harpa skoraði fyrra mark Völsungs
Harpa skoraði fyrra mark Völsungs

Völsungsstelpurnar eru enn taplausar í 2. deildinni eftir sigur á Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni sl. fimmtudag.

Leikið var í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði og kom Harpa Ásgeirsdóttir fyrirliði sínum mönnum yfir á 16. mínútu leiksins.

Krista Eik Harðardóttir skoraði tvöfaldaði forystuna á 30. mínútu og þar við sat lokastaðan 0-2 og Völsungur er áfram í efsta sæti 2. deildar kvenna með 22 stig.

Völsungur er með sex stigum meira en Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. og á tvo leiki inni. 

Strákarnir héldu suður yfir heiðar og léku gegn ÍR á laugardag, þar höfðu heimamenn betur 1-0. 

Völsungur er í níunda sæti 2. deildar með 21 stig. 


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744