Sigur á Vestra í hörkuleik

Völsungur tók á móti Vestra á Húsavíkurvelli í dag.

Sigur á Vestra í hörkuleik
Íþróttir - - Lestrar 612

Guðmundur Óli skoraði fyrsta markið úr víti.
Guðmundur Óli skoraði fyrsta markið úr víti.

Völsungur tók á móti Vestra á Húsavíkurvelli í dag.

Nokkuð vindasamt var á Húsavík og örlaði á rigningardropum en menn hafa nú séð það verra.

Guðmundur Óli Steingrímsson kom Völsungi í 1-0 eftir rúmlega hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu.

Þar við sat allt til á 82 mínútu  þegar Vestramenn jöfnuðu og þar var að verki James Mack.

Svolítið högg að fá síg mark á þessum tímapunkti en Völsungar gáfust ekki upp.  Lokamínúturnar voru æsispennandi og það dróg til tíðinda í uppbótartíma þegar Ásgeir Kristjánsson gerði sigurmarkið eftir að hafa sloppið einn í gegn og leikið á markmanninn.

Gríðarlega mikilvægur sigur og er Völsungur í 2.-4.sæti með 7 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Völsungur Vestri 2-1

Guðmundur Óli tekur vítið og boltinn í bláhornið.

Völsungur Vestri 2-1

James Mack skoraði mark Vestra og hér hleypur hann með boltann að miðju.

Völsungur- Vestri

Ásgeir búinn að snúa af sér varnarmanninn og markvörðurinn eftir og skömmu síðar lá boltinn í netinu.

Völsungur Vestri 2-1

Og markinu fagnað gríðarlega enda afátt skemmtilegra í boltanum en að skora sigurmark í uppbótartíma.

Hér má sjá leikskýrslu en sex gul spjöld fóru á loft í leiknum hjá Steinari Gauta Þórarinssyni dómara 

Staðan í 2. deild karla


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744