Siglingum Norðursiglingar hætt í öryggisskyni

Í ljósi óvissunnar vegna COVID-19 veirunnar og vegna öryggissjónarmiða gagnvart starfsfólk og viðskiptavinum Norðursiglingar hafa siglingar frá Húsavík

Siglingum Norðursiglingar hætt í öryggisskyni
Fréttatilkynning - - Lestrar 364

Bátar Norðursiglingar við bryggju.
Bátar Norðursiglingar við bryggju.

Í ljósi óvissunnar vegna COVID-19 veirunnar og vegna öryggissjónar-miða gagnvart starfsfólk og viðskiptavinum Norðursiglingar hafa siglingar frá Húsavík verið felldar niður fram yfir gildandi samkomubann stjórnvalda þann 13. apríl.

Í tilkynningu frá Norðursiglingu segir að viðskiptavinir sem eigi bókaðar ferðir á næstunni geta haft samband við fyrirtækið til að færa til bókanir eða fá endurgreitt.

"Við munum á næstu vikum fylgjast náið með því hvernig málum vindur fram vegna COVID-19 og senda frá okkur frekari upplýsingar um siglingaáætlun síðar". Segir í tilkynningunni en nánari upplýsingar eru veittar í síma 464-7272 og á netfanginu info@northsailing.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744