Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins

Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins kom í höfn á Húsavík í gær.

Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins
Almennt - - Lestrar 211

Le Boreal við Bökugarðinn. Lj. Gaukur.
Le Boreal við Bökugarðinn. Lj. Gaukur.

Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins kom í höfn á Húsavík í gær.

Þarna var á ferðinni glæsifleyið Le Boreal frá Polar Cruises og lagðist það við Bökugarðinn.

Skipið er eitt hið nýjasta og flottasta sem siglir um norður Atlantshaf, sjósett í maí 2010.  

Það er nú að ljúka 15 daga ferðð sem hófst í Noregi þaða sem siglt var til austur Grænlands og Íslands.

Frá Húsavík sigldi það til Grundarfjarðar þar sem það er í dag og á morgun lýkur ferðinni í Reykjavík. Farþegarnir munu svo fljúga til síns heima.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744