Salvía komin í stærra og rúmbetra verslunarrými

“Þetta er mun stærra og rúmbetra rými en það sem ég hafði áður og gerir mér kleift að bæta við vöruflokkum”, segir Alma Lilja Ævarsdóttir verslunarmaður

Alma Lilja í nýrri og rúmbetri Salvíu.
Alma Lilja í nýrri og rúmbetri Salvíu.

“Þetta er mun stærra og rúmbetra rými en það sem ég hafði áður og gerir mér kleift að bæta við vöruflokkum”, segir Alma Lilja Ævarsdóttir verslunarmaður en Salvía og Háriðjan hafa skipst á húsnæði að Stóragarði 11.

Þ.e.a.s Háriðjan fer úr stærra rýminu í það minna þar sem Salvía var áður.

Alma verslar áfram með þá fjölbreyttu vöru sem hún hefur haft á boðstólnum. “Ég er m.a með snyrtivörulínuna frá Meraki, Bröste, House Doctor og einnig vörulínuna frá Sveinbjörgu/ Vorhus. Matvæli og gjafavöru frá Nicolas Vahé, Bluetooth hátalar frá Creafunk ásamt annari vöru frá þeim. Þá eru tækifæriskort í fjölbreyttu úrvali í boði, t.d. eftir húsvísku listakonuna Hörpu Stefáns og fleira og fleira”. Segir Alma en þess má geta að pottablómaúrvalið hjá henni eykst dag frá degi.

Þá fæst vörulínan frá Hjartalagi nú í Salvíu og í býgerð er að taka inn ný merki og vörur sem verða auglýst síðar.

Salvía er opin alla virka daga milli 11 og 17 og frá 11 -14 laugardaga. 

Salvía

Háriðjan

Eins og fyrr segir er Háriðjan komin í minna rýmið en þær breytingar urðu á rekstri hennar í haustbyrjun að Guðný Björnsdóttir hætti störfum. Elín Sigurðardóttir er því ein á stofunni og byrjaði að vinna í nýja rýminu í dag.




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744