Salka komin heim

Í dag kom hvalaskoðunarbáturinn Salka til heimahafnar á Húsavík í fyrsta sinn. Það eru Sölkusiglingar ehf sem eiga skipið.

Salka komin heim
Almennt - - Lestrar 415

Salka siglir til hafnar
Salka siglir til hafnar

Í dag kom hvalaskoðunarbáturinn Salka til heimahafnar á Húsavík í fyrsta sinn. Það eru Sölkusiglingar sem eiga skipið svo Salka er annað skipið í þeirra flota en áður eiga þau hvalaskoðunarbátinn Fanneyju.  Salka kom frá Stykkishólmi þar sem hún hefur verið í slipp og nokkur fjöldi fólks tók á móti henni, bæði frá landi og af sjó en Fanney sigldi gegn þessari nýju systur sinni með nokkurn fjölda fólks. 

„Það hefur gengið mjög vel þau ár sem við höfum verið með hvalaskoðun svo við erum að bregðast við miklum straumi fólk til okkar með því að bæta þessum bát við.“ Segir Börkur Emilsson, einn eigenda Sölkusiglinga. „Við hlökkum til sumarins á Sölku og Fanneyju. Salka er tilbúin í sumarið, eins og allt starfsfólkið sem siglir á bátunum. Það er alveg magnað að sjá áhugann og ástríðuna hjá þessu fólki sem vinnur á bátunum.“ bætir Börkur við.

 640.is var með í siglingunni sem tók á móti Sölku í kvöld. Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni. 

Salka siglir til hafnar

Salka siglir til hafnar


Börkur Emilsson

Börkur Emilsson


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744