Sá guli kominn í gagnið á Raufarhöfn

Á dögunum var nýr löndunarkrani tekinn í notkun við höfnina á Raufarhöfn

Sá guli kominn í gagnið á Raufarhöfn
Almennt - - Lestrar 279

Nýi löndunarkarninn á Raufarhöfn kominn í gagnið.
Nýi löndunarkarninn á Raufarhöfn kominn í gagnið.

Á dögunum var nýr löndunar-krani tekinn í notkun við höfnina á Raufarhöfn. 

Eins og kom fram á 640.is í nóvember á síðasta ári ákvað Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings að flytja löndunarkrana sem staðsettur hafði verið til nokkurra ára við Húsavíkurhöfn til Raufarhafnar.

Raufarhöfn

Það voru þeir Björn Þór og Rögnvaldur á Birni Hólmsteinssyni ÞH 164 sem voru fyrstir til að landa með krananum en þeir eru á ýsunetum þessa dagana.

"Það er mikil ánægja hérna með kranann félagi og kunnum við vinum okkar úr vesturbæ Norðurþings miklar þakkir fyrir" sagði Gunnar Páll Baldursson hafnarvörður á Raufarhöfn í spjalli við 640.is en hann tók meðfylgjandi myndir. 

Kraninn er viðbót við annan eldri og styttir löndunarbið hjá bátunum þegar vertíðar eru í gangi.

Raufarhöfn

Félagarnir að landa í dag með báðum krönununum.

Ljósmyndir Gunnar Páll.




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744