Reykjafoss sá fyrsti í 11 ár

Reykjafoss, skip Eimskipafélags Íslands, kom til Húsavíkur eftir hádegi í dag og lagðist að Bökugarðinum.

Reykjafoss sá fyrsti í 11 ár
Almennt - - Lestrar 703

Reykjafoss við Bökugarðinn.
Reykjafoss við Bökugarðinn.

Reykjafoss, skip Eimskipafélags Íslands, kom til Húsavíkur eftir hádegi í dag og lagðist að Bökugarðinum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan í nóvember 2004 sem skip félagsins hefur haft viðkomu á Húsavík en þá lauk strandsiglingum í þeirri mynd sem þá var.

Þessi viðkoma er tilkomin vegna aukinna umsvifa í Norðurþingi, bæði á svæðinu við Þeistareyki og á Bakka.

Í fréttatilkynningu frá Eimskip segir að atvinnurekendur á svæðinu séu að vonum ánægðir með þessa auknu þjónustu Eimskips og og sagði Gunnlaugur Karl Hreinsson, forstjóri GPG að hann fagnaði því að Reykjafoss hefði nú viðkomu á Húsavík á leið sinni til Evrópu.

Reykjafoss

Reykjafoss er fyrsta skip Eimskafélagsins sem hefur viðkomu á Húsavík í 11 ár.

Karl Óskar Aðalsteinsson og Vilhjálmur Sigmundsson

Karl Óskar Aðalsteinsson starfsmaður Norðurþings og Vilhjálmur Sigmundsson hjá Eimskip taka hér við endunum.

Reykjafoss

Reykjafoss er með stærri fragtskipum sem til Húsavíkur hafa komið eða 127 metrar á lengd.

með því að smella á myndirnar má fletta þeim og skoðaí stærri upplausn.

Hér má skoða myndir frá því þegar Mánafoss sigldi í hinsta sinn frá Húsavík 29. nóvember 2004


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744